Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson eru hestamönnum kunnug fyrir afrek sín í hestaíþróttum. Reiðmennska þeirra beggja endurspeglar mikla fagmennsku og fágun hvar sem þau koma fram.
Miðvikudaginn 7.desember klukkan 20:00 ætla þau að heiðra okkur hestamenn með nærveru sinni og bjóða uppá sýnikennslu í Reiðhöllinni á Flúðum.
Félagar í hestamannafélaginu Jökli fá að kaupa miðann í forsölu á
á 1.500 krónur, almennt verð er 2.000 krónur og verður selt við innganginn.
Opið verður í kaffisölunni.
Ágætu hestamenn nær og fjær, látum þetta tækifæri ekki fram hjá okkur fara, mætum og förum full fróðleiks og innblásturs inn í komandi vetur.
Kveðja
Fræðslunefnd hestamannafélagsins Jökuls