Sumarnámskeið í Hrísholti

​Vinsæla Hrísholtsnámskeiðið á vegum æskulýðsnefndar Jökuls er handan við hornið.

Það verður hægt að skrá sig í fimm eða tíu daga. Dagana 18.-22.júní og/eða 23.-27.júní.

Hvor hluti kostar 13.000 kr.

Kennari verður Ingunn Ingólfsdóttir sem er spennt að koma aftur til okkar.

Allir velkomnir að vera með, börn og fullorðnir.

Kennt í litlum hópum og seinnihluta eða að kvöldi daganna.

Það þarf að hafa með hesta, reiðtygi og hjálm sem hægt er að geyma á staðnum á eigin ábyrgð. Gott er svo að bæta við flugnaneti, hönskum og góða skapinu

 

Skráning á námskeið 18-22 júní

https://www.abler.io/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzAxMjk=?

Skráning á námskeið 23-27.júní

https://www.abler.io/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzAxMzA=?