Dagana 13. – 16. ágúst var haldið reiðnámskeið í Miðengi þar sem komu 22 börn á námskeið og var kennt í fjórum hópum.
Reiðkennari var Halldór Þorbjörnsson og var mikil ánægja í hópunum. Á fimmtudeginum hittust svo knaparnir ásamt forráðamönnum sínum við fjárréttina fyrir ofan Laugarvatn og var riðið í hópi að Kringlumýri þar sem var slegið upp pylsupartýi og svo var gist í skálanum.
Þrátt fyrir töluverða rigningu um kvöldið lét enginn það á sig fá og var mikið fjör.
Guðbjörg Þóra Jónsdóttir