Um helgina kom Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari í heimsókn og var með reiðnámskeið fyrir félagsmenn Jökuls.

Alls sóttu 10 manns námskeiðið og heyrst hefur að það hafi bæði verið skemmtileg og fróðlegt. Gaman er að getað boðið uppá fjölbreytt námskeið þar sem bæði hestar og menn njóta sín og það er aldrei að vita nema við Jökulsmenn fáum Ragnheiði aftur í heimsókn til okkar.

Meðfylgjandi eru nokkar myndir frá helginni.