Hestamannafélagið Jökull boðar námskeið fyrir fullorðna.
Reiðkennari á þessu námskeiði er Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Ásdís er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur mikla reynslu á öllum sviðum hestamennskunnar.

Kennslan verður í 45 mín í senn og tveir saman í einu í reiðhöllinni á Flúðum.
Kennt verður frá kl 17:00 á þriðjudögum og fimmtudögum, fyrsti tími verður þriðjudaginn 17 október.
Kennt verður vikulega og samtals verða þetta 4 skipti. Síðasta skiptið er því 26.okt.
Verð fyrir 2 vikna námskeið er 28.000kr

Búið er að opna fyrir skráningu og mun skráning loka 15.okt.

Takmörkuð pláss í boði
Skráning á Sportabler:

https://www.sportabler.com/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjM5NzY=?