Reiðnámskeið í Miðengi fyrir börn og unglinga.
Reiðnámskeið Hestamannafélagsins Jökuls verður haldið fyrir börn og unglinga dagana 13. – 16. ágúst og verða kennarar þau Dóri og Sandra í Miðengi. Námskeiðið verður haldið í Miðengi og verður hægt að geyma hrossin þar á meðan á námskeiði stendur. Það þarf að hafa með sér hest og það sem honum fylgir og er aldursbilið c.a. 5-15 ára.
Nánari tímasetningar koma þegar skráningar liggja fyrir en kennt verður seinnipartinn og á kvöldin. Látið endilega fylgja skráningu aldur barns og einnig er gott að fá að vita ef börnin eru alveg óreynd. Skráning fer fram á Sportabler og er skráningarformið hér: https://www.sportabler.com/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjA3MDk=?
Skráningu lýkur 11. ágúst. Reiðnámskeiðinu lýkur með fjölskyldureiðtúr frá Laugarvatni og pylsugrilli á fimmtudeginum.
Kv. Æskulýðsnefnd.