Námskeið með hestum fyrir börn.

 

Helgina 13. og 14. Maí verður námskeið fyrir börn með hestum. 

 

Námskeiðið verður í Syðra-Langholti og eru kennarar Steini og Arna. 

Aldurstakmark á þessu reiðnámskeiði er 7 ára.

 

Námskeiðið verður sett þannig upp að kennt verður í gerði, inní reiðskemmu og ef vel gengur förum við jafnvel í reiðtúr. 

Þetta verður hópaskipt og verður 2 tímar á hvern hóp á laugardeginum og 2 tímar á hvern hóp á sunnudeginum. 

Gjald er 30.000 fyrir barn en Hestamannafélagið Jökull niðurgreiðir um 5000 kr fyrir hvert barn ef að barnið er í félaginu. 

Því miður er einungis pláss fyrir 20 börn í þetta skiptið.

 

Skráning er í gegnum https://www.sportabler.com/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTg3NDA=?

og ef þið hafið einhverjar spurningar þá má senda á arnaths@gmail.com eða á facebook hjá Arna Þöll Sigmundsdóttir