Næsta lið sem við kynnum til leiks í Uppsveitadeild Flúðasveppa og hestamannafélagsins Jökuls  er lið Draupnis.

En það lið skipa fimm ungar og hæfileikaríkar stúlkur. 😊

 

Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir a.k.a. Sigga Systir (þeir fatta sem fatta). Er í hestamannafélaginu Sindra, bý á Selfossi og er í skóla þar ásamt því að þjálfa nokkur hross með, er liðsstjóri.

 

Stefanía Sigfúsdóttir a.k.a Stebba stuð. Kemur frá hestamannafélaginu Skagfirðingi en býr nú í Þorlákshöfn og vinnur á leikskóla þar og þjálfar sín hross Þorlákshöfn.

 

Katrín Ósk Kristjánsdóttir

Er í hestamannafélaginu Sleipni, býr á Selfossi og vinnur í Austurás ásamt því að vinna á barnum á Selfossi að afgreiða alla bjórþyrstu hestamennina.

 

Unnur Lilja Gísladóttir

Er í hestamannafélaginu Sleipni, býr á Selfossi og vinnur einnig á Barnum, aðallega við það að skammast í böggandi hestamönnum.

 

Bryndís Arnarsdóttir 

Er í Sörla og Sleipni en stunda sína hestamennsku á Selfossi. Ásamt hestamennsku vinnur hún á hjúkrunarheimili & Sviðinu skemmtanabar. Hefur einnig verið með puttana í flestum mótum á Selfossi og áður einnig í Sörla.