Knapamerki 1

Hestamannafélagið Jökul ætlar að fara á stað aftur með Knapamerki 1 (stigaskipt nám í reiðmennsku) fyrir þá nemendur sem hafa áhuga í áttunda -10 bekk  Reykholtsskóla, Kerhólsskóla og Bláskógarskóla Laugavatni vorið 2023. Kennslustaður er í reiðhöllinni á Flúðum bæði fyrir bóklega og verklega kennslu. Kennsla í Knapamerki 1 og 2 er búin að vera í gangi síðan í haust með góðu gengi.  Hægt verður að fá þetta nám metið sem val í Reykholtsskóla og Bláskógarskóla (haust eða vor).
Nám í Knapamerkjum er í dag metið inn sem val í Fjölbarautarskóla Suðurlands og í Mennstaskólanum á Laugavatni

Hámarks fjöldi í hóp eru fimm, þannig að það komast tíu krakkar í heildina á þessi námskeið.
Kennari námskeiðs er Maiju Varis og Oddrún Ýr Sigurðardóttir

Fyrirkomulag námskeið:
Námskeiðið hefst í vikunni eftir páska
Kennt er á mánudögum og/eða fimmtudögum (fer eftir skráningu)

Kennt einu sinni í viku 2.40 mín frá 16:30 – 18:00
Hestar, reiðtygi, hjálmar er á staðnum
Kostnaður er 12.000 krónur fyrir nemanda
Innifalið er bókin Knapamerki 1 á meðan námskeiðinu stendur
Bóklegir tímar eru 3 (2×40 mín skiptið)
Verklegir tímar eru 12 (2×40 mín skiptið)

Nánari upplýsingar um Knapamerkin fá finna inná www.knapamerki.is og hjá Oddrúnu í síma 849-8088 eða jokull@hmfjokull.is

Skráning er á
Mánudagar:
https://www.sportabler.com/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTgwNTA=

Fimmtudagar:

https://www.sportabler.com/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTgwNTE=?

Stjórn hestamannafélagsins Jökuls hefur mikin áhuga á að koma skipulagðri kennslu í hestamennsku sem valgrein inní grunnskólana. Þetta verkefni gæti auðveldað nemendum aðgengi að hestum ef þau eiga ekki hesta og þátttöku með það að markmiði að kynna þeim heim hestaíþróttarinnar. Fyrir þá sem eiga hesta bætir þetta nám kunnáttu þeirra og færni í hestaíþróttinni.