Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni

 

Nú ætlum við að fara af stað með keppnisnámskeið fyrir þá sem vilja bæta sig í keppni eða bara æfa sig og hestinn sinn með kennara.

 

Frábært tækifæri til að æfa sig fyrir Gæðingamótið á Flúðum en það er alls engin skylda að taka þátt á mótum þó maður skrái sig á námskeið.

 

Námskeiðið er í 5 skipti, reiðtímar úti á velli á Flúðum.

Hver tími verður 45 mín einkatími.

Kennari verður Finnur Jóhannesson

 

 

Tímarnir verða á þriðjudögum og fyrsti tíminn hefst 27.júni kl. 09.00

Verð per knapa er 18.700 og er hægt að nýta frístundastyrk sveitarfélaga í námskeiðið.

 

Skráning á sportabler https://www.sportabler.com/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjAwMzI=?