4Fréttir frá æskulýðsnefndinni.
Miðvikudaginn 4. jan kl 19.00 verður kynningarfundur í reiðhöllinni. Matur verður á staðnum, hestar til að teyma undir og smá sýning og sprell ásamt kynningu á starfinu síðasta ár og hvað við erum að spekúlera með næsta ár. Allir velkomnir!
Hér er svo drög að dagskrá fyrir 2023 svo þið vitið hvað er framundan.
Janúar
Reiðnámskeið mun byrja í janúar og vera á miðvikudögum fram yfir apríl, kennari er Eva María á Stangarlæk.
Föndurnámskeið
Febrúar
Miðvikudagsnámskeið
Reiðtygjaþrif
Æfingatímar fyrir vetramót.
Mars
Miðvikudagsnámskeið
Synikennsla í Hestanudd/teygjur
Apríl
Miðvikudagsnámskeið
Námskeið í Hestaþrif/snyrting og/eða reiðtygjakynning.
Æfingatíma fyrir Páskatöltmót
Maí
Hestafjör með Sleipni
Sumarnámskeiðin verða auglýst síðar.
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband, til dæmis á facebooksíðunni „Hestakrakkar í uppsveitum“ eða á póstfanginu aeska@hmfjokull.is annars hlakkar okkur til að sjá sem flesta á kynningarfundinum 5. janúar.