Æskulýðsbikarinn til Hmf Jökuls
Laugardaginn 18. nóvember síðastliðinn var haldinn formannafundur í laugardalshöllinni þar sem formönnum og öðru stjórnarfólki allra hestamannafélaga á landinu var boðið að koma og funda um málefni líðandi stundar.
Það sem stóð uppúr á fundinum og var einstaklega skemmtilegt er að Hestamannafélaginu okkar var veittur Æskulýðsbikar LH sem er æðsta viðurkenning sem æskulýðsstarfi hestafélaga er veitt.
Æskulýðsnefnd á heiður skilið fyrir frábært starf á liðnu starfsári og veitir þessi viðurkenning starfinu öllu byr undir báða vængi.
Það er of margt sem hefur verið gert undanfarið árið svo hægt sé að nefna allt en við veitingu verðlaunanna var þó minnst á nokkur atriði sem þóttu eftirtektarverð.
Knapamerkin sem Oddrún Ýr Sigurðardóttir hefur haldið algjörlega utanum, öll útinámskeiðin og reiðtúrarnir. Og svo var sérstaklega tekið fram að starfið sé almennt fjölbreytt og oft “út fyrir boxið”.
Kristín Sigríður Magnúsdóttir er formaður æskulýðsnefndar og á mjög stórann þátt í þessu en það eru miklar dugnaðar konur með henni í nefndinni. Það eru þær Arna Þöll Sigmundsdóttir, Bára Másdóttir, Elin Moqvist, Guðrún Erna Þórisdóttir, Guðbjörg Þóra Jónsdóttir og Kristín Eva Einarsdóttir. Unnur Lísa Schram er nýgengin útúr nefndinni eftir margra ára setu.
Viljum við í stjórninni vekja athygli á þessu eftirtektaverða starfi hjá Æskulýðsnefndinni okkar og þakka þeim um leið fyrir frábært starf á liðnu ári og árum.
– Stjórn Hmf Jökuls