Æska Suðurlands 1.mót
Fyrsta mótið okkar verður haldið í reiðhöllinni á Flúðum sunnudaginn 5.mars. Mótið er samstarfsverkefni allra hestamannafélaganna á Suðurlandi og er það fyrsta í röð þriggja. Hver keppandi má ekki skrá sig með fleiri en einn hest í hverri grein.
Skráningargjöld eru 2.000kr fyrir hverja keppnisgrein barna/unglinga og 500kr fyrir polla.
Smali polla – pollatölt
Smali barna – flugskeið 100m p2 barnaflokkur
Smali unglinga – flugskeið 100m p2 unglingaflokkur
Þrígangur barna – tölt T3
Fjórgangur unglinga – fjórgangur V2
Skráningu lýkur á miðnætti laugardaginn 4.mars.
Það er gott að senda kvittun fyrir millifærslu á netfangið oli.gunnarsson@360sg.com með nafni keppenda.
Í þrígang barna verður riðið eftir þul, fyrst tölt/brokk, síðan stökk og svo fet.
Reglur og myndir af greinum má finna á facebook síðu Æsku suðurlands.
Húsið verður opið fyrir æfingar laugardaginn 4.mars frá kl. 11.00-14.00 fyrir þá sem vilja æfa sig.
Húsið opnar kl. 14.00 á sunnudaginn 5.mars og dagskráin hefst svo kl. 16.00.