Inga María Jónínudóttir reiðkennari ætlar að miðla af sinni miklu þekkingu í faginu til unga fólksins í Jökli daganna 8.-10.janúar og 22.-24.janúar. Hún er hokin af reynslu bæði við frumtamningar og kennslu í reiðmennsku og getur nálgast viðfangsefnið á léttan og skemmtilegan hátt.
Áætlað er að vinna á sunnudögunum frá kl 16.00 og á mánudögum og þriðjudögum eftir kl 19.00
Markmiðið er að læra að vinna með minna gerð hross með hestvænum aðferðum og tækifæri er að æfa sig á milli helga, njóta og þroskast með hestinum.
Mikilvægt er að mæta með hest sem reiðfær eða að minnsta kosti stilltur svo sem mest fáist út úr kennslunni. Hverjum hesti og nemanda verður mætt á þeim stað sem þau eru í tamningaferlinu.
Unglingar og ungmenni teljast á aldrinum 14-21 árs á nýja árinu og sjálfsagt er ef áhugi er fyrir að nemendur staldri við, styðji og fylgist með fleiri tímum og safni þannig að sér meiri þekkingu.
Verð á mann er 30.000 kr.
Skráning fer fram á sportabler og er opin NÚNA, fyrstur kemur fyrstur fær.