Ágætu félagsmenn.
Í samstarfi við Lífland bjóðum við félagsmönnum okkar Jökuls merktar úlpur eða jakka.
Verð með merkingu er :
Kingsland Classic 24.990 –
Kingsland Classic Börn 17.900
Taktur Herra 31.900
Tign Dömu 31.900
Hér að neðan má sjá myndir af jökkunum og úlpunum með merkingu og myndir sem má finna inná heimasíðu Líflands
Það eina sem þið þurfið að gera er að fara í Lífland Selfossi, máta úlpur (eru með félagatal), þær fara svo í merkingu.
Það mun koma greiðsuseðill inná heimabankann fyrir úlpunum .
Þið verið látin vita um leið og þær koma til baka merktar.
Flottar úlpur merktar uppáhalds hestamannafélaginu okkar Hestamannafélagið Jökull
Ef það eru einhverjar spurningar sem vakna hjá ykkur varðandi þetta getið þið haft samband á jokull@hmfjokull.is