Í morgunsárið 02.01 var brotist inn á ytra kerfi sem við tengjumst til að senda ýtiboð, e. push notifications. Þrjótarnir náðu að senda tilkynningu á hluta af Android-notendum okkar áður en það var lokað á þá. Ekki var sent á Iphone (IOS) notendur, og fengu þeir því ekki skilaboðin.
Engin merki eru um að brotist hafi verið inn í Sportabler kerfið sjálft. Persónuupplýsingar og greiðsluupplýsingar eru því ekki í hættu eins og fram kemur í skilaboðunum (Sportabler vistar ekki greiðsluupplýsingar).
Afsakið innilega ónæðið og óþægindin, við erum að skoða þetta frá öllum hliðum og munum veita frekari upplýsingar í kjölfarið.