Hin sívinsælu Þriðjudagsnámskeið hefjast á ný !
Sem fyrr stefnir Jökul að því að vera með Reiðnámskeið fyrir fullorðna á þriðjudögum fram á vor.
Reiðkennari á þessu fyrsta námskeiði er Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Ásdís er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur mikla reynslu á öllum sviðum hestamennskunnar.
Kennslan verður í 45 mín í senn og tveir saman í einu í reiðhöllinni á Flúðum.
Kennt verður frá kl 17:00 á þriðjudögum en fyrsti tími verður þriðjudaginn 13 febrúar.
Kennt verður vikulega og samtals verða þetta 4 skipti. Síðasta skiptið er því 5. mars
Verð fyrir 4 vikna námskeið er 28.000kr
Hér er linkur á skráningu