Tæplega 90 manns komu á sýnikennslu Helgu Unu og Jakobs Svavars í reiðhöllinni á Flúðum í kvöld.
Mættu þau þau tvo stóðhesta , Helga Una með Tind frá Árdal og Jakob með Skarp frá Kýrholti.
Settu þau upp þjálfunarstund með hestum sínum og fræddu sýningargesti hvernig þau byggja hana upp og gáfu upp nokkur “trix” sem þau nota í sinni þjálfun.
Áhugaverð, skemmtileg og fræðandi sýnikennsla hjá Helgu Unu og Jakobi.
Takk allir fyrir góða kvöldstund