Hestamannafélagið Jökull boðar námskeið fyrir fullorðna.
Reiðkennari á þessu námskeiði er Finnur Jóhannesson í Brekku í Bláskógabyggð.
Ekki þarf að kynna Finn mikið en hann er þrátt fyrir ungan aldur orðinn reyndur og frambærilegur tamningamaður, sýnandi og keppandi.
Nú starfar hann heima á Brekku með tamningastöð.
Kennslan verður í 45 mín í senn og tveir saman í einu.
Kennt verður frá kl 16:00 á þriðjudögum og fyrsti tími verður þriðjudaginn 18 apríl.
Kennt verður vikulega og samtals verða þetta 4 skipti. Síðasta skiptið er því 9. maí.
Verð fyrir 4 vikna námskeið er 28.000kr
Takmarkað pláss í boði