You

Í kvöld fór fram lokakvöld Uppsveitadeildar Jökuls í samstarfi við Flúðasveppi þar sem keppt var í tölti og flugskeiði. Húsfyllir var og góð stemning í húsinu. 

Flúðasveppir hafa styrkt Uppsveitadeildina í mörg ár og er þeirra stuðningur ómetanlegur

Fyrir kvöldið lið Sumarliðabæjar  með forskot og lið Vesturkots/Hófadyns/Dýralæknisins á Flúðum var skammt undan.

Glæsilegir skeiðsprettir sáust í keppni í flugskeiði. En þar kom sá og sigraði Benjamín Sandur Ingólfsson með hestinn Ljósviking frá Steinnesi og fór  á 2.85 sekúndum.

Lið Sumarliðabæjar var stigahæst í skeiðinu.

 Efst eftir forkeppni í töltinu var Þórarinn Ragnarsson með Valkyrju frá Gunnarsstöðum og hlutu þau 7,17 í forkepninni. Héldu þau forustunni allt til enda og sigruðu með einkunina 7,61.

Lið Sumarliðabæjar var stigahæst í töltinu.

Í Uppsveitadeildinni eru veitt verðlaun fyrir samanlagðan árangur allra mótanna.  Í liðakeppninni varð lið Sumarliðabæjar efst með 180 Vesturkots/Hófadyns/Dýralæknisins á Flúðum var í öðru sæti og Draupnir í þriðja sæti.

 

Einstaklingskeppnina vann Þorgeir Ólafsson með 66 stig í öðru sæti var Benjamín Sandur Ingólfsson og þriðju var Þórarinn Ragnarsson með 63 stig.

Hér að neðan má sjá stig liðana eftir veturinn og úrslit í skeiði og tölti.

 

Stjórn Uppsveitadeildar Flúðasveppa og Hmf Jökuls þakkar fyrir veturinn, styrktaraðilum, sjálfboðaliðum, dómurum og keppendum.

Hlökkum til næsta tímabils með ykkur öllum.

 

Liðakeppnin:

Sumarliðabær  180

Vesturkot/Hofadynur/Dýralæknirinn Flúðum   149

Draupnir            92

LogoFlex            83

Nautás 76

Lögmannstofa Ólafs Björnssonar          67

 

Einstaklingskepninn     

1.Þorgeir Ólafsson Sumarliðabæ 66 stig

2.Benjamín Sandur Ingólfsson Sumarliðabæ 64 stig

3.Þórarinn Ragnarsson Vesturkot/Hófadynur/Dýralæknirinn á Flúðum  63 stig

4.Anna Kristín Friðriksdóttir Vesturkot/Hófadynur/Dýralæknirinn á Flúðum 40 stig

5.Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar 34 stig

 

Úrslit í Skeiði og tölti:

 

Skeið:

1            Benjamín Sandur Ingólfsson    Ljósvíkingur frá Steinnesi 2,85

2            Þorgeir Ólafsson                           Ögrunn frá Leirulæk      2,86

3            Þorbjörn Hreinn Matthíasson   Krafla frá Syðri Rauðalæk          2,94

  1. Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti         2,95
  2. Gyða Sveinbjörg Kristinssdóttir Snædís frá Kolsholti 3  3,12
  3. Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3   3,12
  4. Guðný Dís Jónsdóttir Gosi frá Staðartungu    3,14
  5. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum              3,23
  6. Anna Kristín Friðriksdóttir Korka frá Litlu Brekku   3,26
  7. Finnur Jóhannesson Baltasar frá Brekku       3,29

 

Tölt úrslit:

B úrslit                              

Sæti      Knapi    Hross   Einkunn

6            Ásdís Ósk Elvarsdóttir Muni frá Syðra-Skörðugili           7,33

7            Stefanía Sigfúsdóttir     Lottó frá Kvistum            6,78

8            Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Hrauney frá Flagbjarnarholti    6,67

9            Jón William Bjarkason Tinna frá Reykjadal        6,61

10          Katrín Ósk Kristjánsdóttir          Höttur frá Austurási      6,28

A úrslit                              

Sæti      Knapi    Hross   Einkunn

1            Þórarinn Ragnarsson   Valkyrja frá Gunnarsstöðum     7,61

2            Benjamín Sandur Ingólfsson    Áki frá Hurðarbaki         7,11

3            Þorgeir Ólafsson            Náttrún frá Þjóðólfshaga 1        7,06

4            Guðný Dís Jónsdóttir    Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ   7,00

5            Sævar Örn Sigurvinsson             Fjöður frá Hrísakoti       6,67