Næsta lið sem við kynnum til leiks í Uppsveitadeildinni eru Snæstaðir
Liðið skipa:
Þorgils Kári Sigurðsson: Þjálfari á Kolsholti og skemmtistjóri liðsins
Birgitta Bjarnadóttir : Þjálfari á Sumarliðabæ og íþróttadómari
Þorgeir Ólafsson : Þjálfari á Sumarliðabæ, búinn að sigra bæði skeið og einstaklingskeppni uppsveitadeildar síðastliðin 3 ár.
Þórdís Inga Pálsdóttir : Þjálfari á Hvoli í Ölfusi, menntaður reiðkennari frá Hólum
Sævar Örn Sigurvinsson : Starfar að Arabæ sem rófu og ferðaþjónustubóndi , er einnig íþróttadómari og þjálfar nokkur hross með vinnu