Næsta lið sem við kynnum til leiks í Uppsveitadeild Flúðasveppa og Hmf Jökuls er  lið Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar.

 

Lið Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar

 

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir 22 ára, bý á Selfossi, starfa hjá NPA setri Suðurlands og þjálfa hestana mína þess á milli.

 

Svavar Jón Bjarnason 

38 ára gamall Rafiðnfræðingur sem þjálfar hross í frítíma í Ásakoti í Biskupstungum

 

Finnur Jóhannesson

27 ára reiðkennari og tamningarmaður. Vinn við tamningar á Torfastöðum og er liðstjóri.

 

Hannes Brynjar Sigurgeirsson 

33 ára sjálfstætt starfandi smiður og bóndi að Ási 2.

 

Ástríður Magnúsdóttir reiðkennari og tamningakona sem ræktar topp hross, hunda, geitur og framtíðarknapa í Ási 2