Langar þig að kynnast hestum.
Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga verður haldið á Húsatóftum í júni í samstarfi við hestamannafélagið Jökul. Kennari er Elin Moqvist.
Það verða 3 námskeið fyrir 3 mismunandi hópa.
5.-9. júni Námskeið 1: Byrjendahópur og er fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku. Aldur 8-15 ára. Kennt verður milli kl. 15.00-16.00 mánudag til föstudags. Aðeins 5 pláss í boði.
12.-16. júni Námskeið 2: Er fyrir börn sem hafa farið á eitt eða tvö reiðnámskeið eða hafa einhverja reynslu. Aldur 8-15 ára. Kennt verður milli kl. 15.00-16.00 mánudag til föstudags. Aðeins 5 pláss í boði.
10.-11. júni Námskeið 3: er á aldrinum 4-7 ára og einnig eldri börn sem eru byrjendur. Með yngri börnum þarf einn fullorðinn að vera með allan tímann til að aðstoða.
Hér verður kennt 60 mín á laugardag og 60 mín á sunnudag. Nánari tímasetningar koma þegar vitað er með fjöldi skráninga. Skipt verður í 4 hópa – samtals 5 í hverjum hópi. Alls 20 pláss.
Allan búnaður verður á staðnum; hestur, reiðtygi og hjálmur.
Verð fyrir Námskeið 1 og 2 er 35.000:- en hestamannafélagið Jökull niðurgreiðir um 5.000:- fyrir hvert barn ef það er í félaginu, annars er verðið 40.000,-
Verð á Námskeið 3 er 15.000:- en hestamannafélagið Jökull niðurgreiðir um 5.000:- fyrir hvert barn ef það er í félaginu, annars er verðið 20.000.
Hægt að skrá félagið á jokull@hmfjokull.is og greiða börn yngri en 18.ára ekki félagsgjöld
Skráning er í gegnum sportabler : https://www.sportabler.com/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTkwMjE=?
Minni á að það er hægt að nota frístundastyrk til þess að greiða að hluta eða öllu leyti fyrir námskeiðið.
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við Elínu á feisbook eða í síma 8683006 .