Hestamannafélagið Jökull/fræðslunefnd stendur fyrir námskeiði í knapaþjálfun í samstarfi við Bergrúnu Ingólfsdóttur reiðkennara helgina 27. – 28. Apríl n.k.
Hestaíþróttir eru ekki frábrugðnar öðrum íþróttum, að því leyti, að til þess að hámarksárangur náist þurfa hestur og knapi að vera í góðu líkamlegu ástandi. Markmið í þjálfun hesta er fyrst og fremst að auka endingu þeirra og að þeir geti stöðugt verið að
bæta sig. Þegar kemur að knöpunum sjálfum er ekki síður mikilvægt að huga að sama markmiði.
Hestamennska getur verið krefjandi líkamlega og ef ekki er hugað að réttri líkamsbeitingu er hætt við að ending okkar í faginu verði ekki löng. Jafnvægi, styrkur og þol erumikilvægir þættir og geta stuðlað að miklum framförum í reiðmennsku, knapar í góðu formi
líkamlega og andlega koma alltaf til með að standa betur að vígi en þeir sem ekki búa yfir sömu eiginleikum.
Bergrún Ingólfsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera einkaþjálfari frá ÍAK. Hún hefur mikið verið að vinna með knöpum í að bæta líkamsbeitingu sína á hestbaki og kenndi meðal annars Knapaþjálfun á Hólum í 4 ár. Núna stundar hún tamningar og þjálfun, ásamt því að halda fyrirlestra og kenna Knapaþjálfun.
Námskeiðið samanstendur af fyrirlestri, líkamsstöðugreiningu, líkamsræktaræfingu og 2 reiðtímum (35mín og 45mín).
Allir tímarnir munu fara fram í reiðhöllinni á Flúðum.
Aðeins 10 pláss laus á námskeiðið.
Verð:29.000
Skráning fer fram á sportfeng:
Missum ekki af þessu frábæra námskeiði
Bergrún Ingólfsdóttir