Prófum lokið hjá nemendum grunnskólanna í Uppsveitum í Knapamerki 1.
25 nemendur tóku þátt í verkefninu með okkur og erum við þakklát með viðtökurnar á þessu skemmtilega verkefni sem farið var með á stað í haust.
Eftir áramót stefnum við á að bjóða áfram uppá kennslu í Knapamerkjunum í samstarfi við skólana og stefnt á að byrja á Knapamerki 2 í janúar .
Skipulag námskeiðsins verður með svipuðu sniði, Í Flúðaskóla verður kennt á skólatíma eins og í haust en í hinum skólunum (Reykholtsskóla, Kerhólsskóla, Bláskógarskóla ) verður stefnt á að kenna á mánudögum kl 16:30-18 og fimmtudögum 16:30-18
Við munum auglýsa námskeiðin á næstu dögum 🐴
Hér má sjá nokkar myndir af frábæru nemendum okkar
Takk Dúna og fjölskylda á Húsatóftum 2a fyrir frábæra hesta sem þið lánuðu okkur , án þeirra hefðum við ekki getað farið á stað með þetta verkefni .
Kveðja
Oddrún og Maiju reiðkennarar og Hestamannafélagið Jökull