Æskulýðsnefnd hefur ákveðið að bjóða upp á knapamerkjanámskeið 3 nú á vorönn með fyrirvara um nægar skráningar (lágmark 5 nemendur)
. Knapamerkin eru frábær leið fyrir þá sem vilja sækja stigskipt nám í hestamennsku og bæta við þekkingu sína og færni sem reiðmenn.
Nemendur þurfa að verða sér úti um bókina Knapamerki 3 en hún fæst yfirleitt í Líflandi og er það nýjasta útgáfan sem þarf (gormuð).
Mikilvægt er að hestarnir sem notaðir eru á námskeiðinu bjóði uppá bæði tölt og brokk, séu spennulausir og þekki hliðarhvetjandi æfingar.
Kenndir verða 26 tímar samtals og kennt er einu sinni í viku, möguleiki er að það verði hægt að færa fleiri tíma inní vikuna þegar líða fer á veturinn. (20 verklegir, 6 bóklegir)
Verð á námskeiði er kr: 30.000
Skráning er á : https://www.abler.io/shop/hfjokull/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY4NTY=?
Minnum á að hægt er að nota frístundastyrkinn eða skipta greiðslunni í tvennt. Knapamerkin telja til eininga í mörgum framhaldsskólum. Til þess að getað skráð á námskeiðið þarf að vera búið að ljúka knapamerki 1 og 2.
Námskeiðið er á mánudögum kl 19:10 – 20:10 og byrjar mánudaginn 22.janúar
Kennari námskeiðsins er Maju Varis reiðkennari frá Háskólanum á Hólum