Næsta lið sem við kynnum til leiks í Uppsveitadeildinni er Kerchaert sem er nýtt lið í deildinni.
Liðið skipa :
Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir 21 árs. Gyða varði haustinu austur í örvæfum að smala kindum og þjóna á hóteli en hefur nú áttað sig á því að það var ekki alveg málið. Hún vinnur núna í NPA setri Suðurlands og þjálfar hesta á Selfossi.
Vala Sigurbergsdóttir 24 ára. Vala upplifði skagfirska drauminn og er þar með menntaður reiðkennari og tamingarmaður. Vala starfar í dag á Kvíarhóli ásamt því að sinna kennslu í Spretti.
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir 22 ára. Ylfa sló í gegn í Hjaltadalnum og upplifði drauminn með Völu og er einnig menntaður reiðkennari og tamingarmaður. Ylfa starfar sjálfstætt við tamingar og þjálfun í Hafnarfirði ásamt því að sinna kennslu hér og þar.
Rúna Tómasdóttir 23 ára. Rúna er þessa dagana í fjarnámi í Háskólanum á Akureyri en ásamt því er hún í fullu starfi við að sinna hundunum sínum tveimur, barni og manni.
Ólöf Helga Hilmarsdóttir (Liðsstjóri) 23 ára. Ólöf hefur lokið grunnnámi í félagsráðgjöf og starfar í dag í félagsmiðstöð ásamt því að þjálfa nokkur vel valin hross á fákssvæðinu, hennar aðal hlutverk þar er að vera stemnings konan í reiðhöllinni í Víðidal.