Járninganámskeið
Jökull stendur fyrir tveggja daga járninganámskeiði helgina 11. og 12. mars, n.k. Kennt verður að Kálfhóli 2 á Skeiðum. Kennari verður Leó Hauksson. Leó er þrautreyndur járningamaður og hefur m.a. orðið Íslandsmeistari í járningum. Kennt verður báða dagana frá kl. 9 – 17. Þátttakendur munu vinna tveir og tveir saman og járna einn hest hvorn dag. ATH Einungis 10 pláss í boði og því um að gera að skrá í tíma. Verð fyrir helgina er 25 þúsund og innifalið í því er hádegismatur báða daganna.
Skráning hefst á morgun laugardag 4. mars kl 15 á Sportabler.