Nú styttist í annan reiðtúr Útreiðanefndar Jökuls sem farin verður 27.júní kl 19:00
Mæting er í malargryfjurnar í landi Gýgjarhólskots sem eru á Einholtsafleggjaranum, sunnan við Gýgjarholtskot og austan við Sandamýri (og Kjarnholt).
Þaðan verður riðið uppá gamla Gullfossveginn upp með Hvítá í átt að Brattholti.
Áður en komið er að Brattholti ríðum við upp í hlíðar Háafjalls, niður að „nýja“ Gullfossveginum og meðfram honum að Myrkholti.
Riðin verður fjárrekstrarleiðin, framhjá Gýgjarhólskoti og niður að gryfjunum aftur.
Heilt yfir er þetta nokkuð góður reiðvegur en það er allnokkur hækkun og því frábært útsýni.
Leiðin er c.a. 12 km
Við hvetjum félagsmenn og aðra hestamenn að fjölmenna og eiga skemmtilega kvöldstund saman 🐴🐴
Kveðja
Útreiðanefnd Jökuls