Firmakeppni Jökuls verður haldin laugardaginn 4. maí á Flúðum að þessu sinni og byrjar keppnin kl 12:00.
Mótið er skemmtimót þar sem gleðin ræður ríkjum og hvetjum við alla félagsmenn sem eru með hest á járnum að mæta og gera sér dagamun 🦄
Skráning á staðnum!
Mótið er opið fyrir alla og ekkert skráningargjald.
Riðin verður forkeppni á hringvellinum eftir þul Gæðingatölt og svo úrslit. Í gæðingatölt er fyrst riðið hægt tölt uppá aðra höndina og svo frjáls ferð uppá hina.
Flokkar og dagskrá:
1. Pollaflokkur
2. Barnaflokkur
3. Unglingaflokkur
4. Ungmennaflokkur
5. Heldri konur og menn (60 ára og eldri)
6. Minna vanir
7. Meira Vanir
Unghrossaflokkur
Hross fædd 2018-2020
Sýna skal tölt og 2 aðrar gantegundir að eigin vali.
Skemmtinefnd mun grilla pylsur í boði félagsins fyrir gesti og keppendur mótsins
Nú er verið að safna firmum fyrir mótið og þökkum við þeim sem nú þegar hafa viljað styrkja mótið. Þeir einstaklingar og fyrirtæki sem vilja bætast í hópinn geta sent email á stjorn@hmfjokull.is með upplýsingum um nafn og kennitölu. Firmað kostar 5000kr.
Hlökkum til að sjá sem flesta! 😁🎉