Dagsnámskeið í hestanuddi og heilsu verður haldin laugardaginn 11 mars frá
11-16 í reiðhöllina á Flúðum.
Við fáum Auði Sigurðardóttur sem er hestanuddari að halda fyrirlestur fyrir okkur þar sem markmiðið er að stuðla að almennri heilsueflingu fyrir hross á öllum aldri og öllum stigum þjálfunar.
Dagskrá:
Kl. 11 – 13 (m. matarhléi)
Farið verður í gegnum helstu vöðvahópa hestsins, staðsetningu og hlutverk.
● Farið í helstu nuddgrip sem notuð eru. Einnig hvenær nudd getur verið nytsamlegt og hvenær ekki á að nota nuddmeðferð.
● Einnig verður farið í hvað helstu vandamálin eru og hvernig við getum notað nuddmeðferð til að bæði fyrirbyggja og meðhöndla.
Kl. 13:30 – 16/17
● Farið verður í verklega kennslu þar sem nemendur verða 2 með einn hest og æfa sig í verklegum æfingum. Farið verður í nuddaðferðir og ýmsar æfingar.
Verð fyrir námskeiðið er 4000:- og innifallið í því er fyrirlestur, verkleg kennsla og súpa og brauð. Skráning er gegnum sportabler. Fyrstur kemur fyrstur fær.