BLING NÁMSKEIÐ
BÖRN – UNGLINGAR – UNGMENNI
Mánudaginn 26.febrúar kl.18.00 í Reiðhöllinni á Flúðum verður boðið upp á geggjað bling námskeið fyrir yngri flokka þar sem hver og einn útbýr „bling“ skreytta ennisól á sitt eigið beisli
Námskeiðið tekur um 1,5-2 klst og í boði verður að skreyta ennisólar með allskonar fallegum steinum og skrauti.
Leiðbeinandi er Sigríður Pjetursdóttir.
Hver þáttakandi borgar 5.000.- og allt efni er innifalið
(fullt verð 7.500 – niðurgreitt af Hmf. Jökli.)
Foreldrar eru beðnir um að meta út frá sínu barni hvort þörf er á hjálparhöndum eða stuðningi, þó er eindregið mælt með að börn yngri en 10 ára hafi með sér aðstoðarmann
Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið og hafa þeir forgang sem ekki komust síðast á námskeiðið sem haldið var í byrjun febrúar