Árshátíð Hestamannafélagsins Jökuls fór fram síðasta laugardag í félagsheimilinu á Flúðum.
Dagskráin var skemmtileg, maturinn góður og frábær hljómsveit. Þökkum við skemmtinefnd Jökuls fyrir frábæra veislu.
Verðlaun voru veitt á hátíðinni fyrir knapa ársins, félagsmann ársins hjá Jökli, Íslandmeistarar verlaunaðir og veitt voru verðlaun til ræktenda hæst dæmda kynbótahross í eigu félagsmanns.
Verðalaunahafar:
Knapi ársins
Knapi ársins hefur farið mikinn á keppnisvellinum undanfarið keppnistímabil með frábærum árangri, þá sérstaklega í skeiðgreinum og var annar stigahæstur yfir alla skeiðleikana.
Knapi ársins er Þórarinn Ragnarsson Vesturkoti.
Félagsmaður ársins
Félagsmaður ársins hefur starfað í gegnum tíðina í einu af gömlu félögunum. Núna kemur hún með öðrum hætti að starfinu en ekki síður mikilvægum.
Félagsmaður ársins er Ástrún Sólveig Davíðsson eða Dúna á Húsatóftum.
Dúna látið okkur fá bæði í fyrravetur og aftur núna hross að láni í Knapamerkjaverkefni okkar Jökulsmanna. Er ómetanlegt og gerir þetta félaginu mögulegt að leyfa börnum sem ekki hafa aðgang að hrossum að spreyta sig á sportinu okkar.
Íslandsmeistarar
Sigrún Högna Tómasdóttir varð Íslandsmeistari í ungmennaflokki í 150m skeiði á tímanum 15,09 á hestinum Funa frá Hofi. Glæsilegur árangur þessa frábærra pars.
Kynbótahross ársins ræktað af félagsmanni.
Kynbótahross ársins er Glampi frá Skeiðháholti. Hann hlaut í kynbótadóm hvorki meira né minna en 8,58. Glampi er undan Draupni frá Stuðlum og Hrefnu frá Skeiðháholti.
Glampi er jafnvígur alhliða gæðingur sem skartar fimm níum fyrir hæfileika og afbragðs byggingardóm.
Fyrir hæfileika hlaut hann 8.65 og fyrir byggingu 8.45
Ræktandi Glampa er Tanja Rún Jóhannsdóttir og eigendur eru Tanja Rún Jóhannsdóttir og Vilmundur Jónsson.
Tengdapabbi Tönju og faðir Vilmundar, Jón Vilmundarson veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd þeirra.
Hlökkum til að sjá sem flesta á næstu árshátíð 🙂