Mótaröðin Æska Suðurlands fór fram núna í apríl. Mótaröðin er samstarf allra hestamannafélaga á Suðurlandi þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttar keppnisgreinar við allra hæfi, vera með og hafa gaman
Fyrsta mótið var haldið á Flúðum 7. apríl og þar var keppt í þrígangi í barnaflokki, fjórgangi V2 í unglingaflokki og smala í polla, barna og unglingaflokki.
Annað mótið var svo haldið á Hellu 21. apríl og þar var keppt í pollatölti, fjórgangi V2 í barnaflokki, fimmgangi F2 í unglingaflokki og hindrunarstökki í barna og unglingaflokki.
Þriðja mótið var síðan haldið á Selfossi, 28. apríl og þar var keppt í pollatölti, tölti T7 í barnaflokki, tölti T3 í unglingaflokki og Mjólkurtölti í barna og unglingaflokki.
Hestamannafélagið Jökull átti 14 glæsilega fulltrúa sem kepptu í þeim þremur aldursflokkum sem í boði voru.
Pollaflokkur
Ingibjörg Elín Traustadóttir og Kolfaxi frá Austurhlíð 2 og Sigrún Margrét Bjarnadóttir og Mjóblesi frá Fornusöndum slógu í gegn í smala í pollaflokki á Flúðum.
Ingibjörg og Kolfaxi mættu einnig í pollatölt á Selfossi og það gerðu líka Aron Freyr Ingvarsson á Prins frá Fjalli og Bjarki Þór Ingvarsson á Þyrni frá Fjalli og stóðu sig öll með prýði.
Barnaflokkur
Aðalbjörg Kristjánsdóttir mætti með Torfhildi frá Haga í þrígang og Leiftur frá Einiholti í smala og kláraði sínar sýningar með stæl.
Egill Freyr Traustason mætti með Bylgju frá Hlíðartúni í 5 greinar og náði m.a. 3.sæti í smala, 7.sæti í hindrunarstökki og 3.sæti í mjólkurtölti. Egill Freyr endaði í 7.sæti í samanlögðum stigum eftir veturinn.
Elva Sofia Jónsdóttir og Fjöður frá Fremri Fitjum tóku þátt í þrígang og smala og náðu 6. Sæti í smala.
Emma Rún Sigurðardóttir og Kjarkur frá Kotlaugum tóku þátt í þrígang þar sem þau náðu 5. sæti, 9. Sæti í fjórgang og 15.sæti í tölti T7 .
Svava Marý Þorsteinsdóttir og Sókn frá Syðra Langholti mættu í tvær greinar og náðu 6.sæti í þrígang og 10.sæti fjórgang.
Álfheiður Þóra Ágústsdóttir tók þátt í hindrunarstökki þar sem hún náði 1.sæti með Skelegg frá Ósabakka, fjórgangi með Skjónu frá Eiríksstöðum, tölt T7 með Gamm frá Ósabakka og mjólkurtölti með Myrru frá Eyrarbakka.
Unglingaflokkur
Kristín María Kristjánsdóttir tók þátt í fjórum greinum. Hún mætti með Ask frá Miðkoti í fjórgang og landaði 2.sæti, Leiftur frá Einiholti í smala í 5.sæti, Steffy frá Dísarstöðum 2 í tölt T3 5.sæti og Leiftur frá Einiholti í mjólkurtölt 6 sæti.
Kristín María varð einnig í 6.sæti í samanlögðum stigum eftir veturinn.
Magnús Rúnar Traustason og Mökkur frá Langsstöðum mættu í þrjár greinar. Þeir lentu í 7. Sæti í fjórgang og sigruðu svo bæði tölt T3 og mjólkurtölt. Magnús mætti einnig með Kolfaxa frá Austurhlíð 2 í smala og sigruðu þeir sinn flokk.
Magnús Rúnar hlaut 1. Sæti í samanlögðum stigum eftir veturinn.
Sigríður K.Kristbjörnsdóttir mætti með hana Óskadís sína frá Reykjavík í fjórar greinar; fjórgang, smala, hindrunarstökk og mjólkurtölt. Þær voru í 8-9.sæti í fjórgang, 4.sæti í smala, 3.sæti í hindrunarstökki og 6.sæti í tölti T3.
Sigríður var í 7.sæti í samanlögðum stigum eftir veturinn.
Eyþór Ingi Ingvarsson tók þátt í fjórum greinum og kom inn í mótaröðina með stæl eftir að hafa misst af fyrsta mótinu. Eyþór og Taktur frá Fjalli lönduði 1.sæti í hindrunarstökki, Eyþór og Hvellur frá Fjalli 2 náðu 4.sæti í fimmgang og 7.sæti í tölti T3 og í mjólkurtölt mætti Eyþór með Prins frá Fjalli og lenti í 4. Sæti.
Eyþór Ingi varð í 4. Sæti í samanlögðum stigum eftir veturinn.
Innilega til hamingju krakkar með frábæran árangur í þessari skemmtilegu mótaröð. Framtíðin er ykkar og hún er björt. Stórt keppnissumar framundan og ekkert annað en að halda ótrauð áfram og gera ykkar besta. Áfram Jökull !