You
Í kvöld fór fram lokakvöld Uppsveitadeildar Jökuls í samstarfi við Flúðasveppi þar sem keppt var í tölti og flugskeiði. Húsfyllir var og góð stemning í húsinu.
Flúðasveppir hafa styrkt Uppsveitadeildina í mörg ár og er þeirra stuðningur ómetanlegur
Fyrir kvöldið lið Sumarliðabæjar með forskot og lið Vesturkots/Hófadyns/Dýralæknisins á Flúðum var skammt undan.
Glæsilegir skeiðsprettir sáust í keppni í flugskeiði. En þar kom sá og sigraði Benjamín Sandur Ingólfsson með hestinn Ljósviking frá Steinnesi og fór á 2.85 sekúndum.
Lið Sumarliðabæjar var stigahæst í skeiðinu.
Efst eftir forkeppni í töltinu var Þórarinn Ragnarsson með Valkyrju frá Gunnarsstöðum og hlutu þau 7,17 í forkepninni. Héldu þau forustunni allt til enda og sigruðu með einkunina 7,61.
Lið Sumarliðabæjar var stigahæst í töltinu.
Í Uppsveitadeildinni eru veitt verðlaun fyrir samanlagðan árangur allra mótanna. Í liðakeppninni varð lið Sumarliðabæjar efst með 180 Vesturkots/Hófadyns/Dýralæknisins á Flúðum var í öðru sæti og Draupnir í þriðja sæti.
Einstaklingskeppnina vann Þorgeir Ólafsson með 66 stig í öðru sæti var Benjamín Sandur Ingólfsson og þriðju var Þórarinn Ragnarsson með 63 stig.
Hér að neðan má sjá stig liðana eftir veturinn og úrslit í skeiði og tölti.
Stjórn Uppsveitadeildar Flúðasveppa og Hmf Jökuls þakkar fyrir veturinn, styrktaraðilum, sjálfboðaliðum, dómurum og keppendum.
Hlökkum til næsta tímabils með ykkur öllum.
Liðakeppnin:
Sumarliðabær 180
Vesturkot/Hofadynur/Dýralæknirinn Flúðum 149
Draupnir 92
LogoFlex 83
Nautás 76
Lögmannstofa Ólafs Björnssonar 67
Einstaklingskepninn
1.Þorgeir Ólafsson Sumarliðabæ 66 stig
2.Benjamín Sandur Ingólfsson Sumarliðabæ 64 stig
3.Þórarinn Ragnarsson Vesturkot/Hófadynur/Dýralæknirinn á Flúðum 63 stig
4.Anna Kristín Friðriksdóttir Vesturkot/Hófadynur/Dýralæknirinn á Flúðum 40 stig
5.Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar 34 stig
Úrslit í Skeiði og tölti:
Skeið:
1 Benjamín Sandur Ingólfsson Ljósvíkingur frá Steinnesi 2,85
2 Þorgeir Ólafsson Ögrunn frá Leirulæk 2,86
3 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Krafla frá Syðri Rauðalæk 2,94
- Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 2,95
- Gyða Sveinbjörg Kristinssdóttir Snædís frá Kolsholti 3 3,12
- Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3 3,12
- Guðný Dís Jónsdóttir Gosi frá Staðartungu 3,14
- Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum 3,23
- Anna Kristín Friðriksdóttir Korka frá Litlu Brekku 3,26
- Finnur Jóhannesson Baltasar frá Brekku 3,29
Tölt úrslit:
B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Muni frá Syðra-Skörðugili 7,33
7 Stefanía Sigfúsdóttir Lottó frá Kvistum 6,78
8 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Hrauney frá Flagbjarnarholti 6,67
9 Jón William Bjarkason Tinna frá Reykjadal 6,61
10 Katrín Ósk Kristjánsdóttir Höttur frá Austurási 6,28
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þórarinn Ragnarsson Valkyrja frá Gunnarsstöðum 7,61
2 Benjamín Sandur Ingólfsson Áki frá Hurðarbaki 7,11
3 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 7,06
4 Guðný Dís Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,00
5 Sævar Örn Sigurvinsson Fjöður frá Hrísakoti 6,67