Síðasta liðið sem við kynnum til leiks í Uppsveitadeild Flúðasveppa og Hmf Jökuls er lið Nautás.
Liðstjóri er Rósa Birna Þorvaldsdóttir
En liðið skipa:
Bergrún Ingólfsdóttir
Hér er á ferðinni formaður gellufélagsins. Hún er fagmaður fram í fingurgóma, frábær reiðmaður, reiðkennari, einkaþjálfari og tískugúru. Hún er fáránlega vel ríðandi og kemur sterk inn í deildina í vetur.
Draumahestur er Bárður frá Melabergi, glæsilegur og hæfileikaríkur eins og Bergrún.
Janneke Beelenkamp
Hér höfum við algjöra eðalpíu og mikinn snilling. Janneke er alltaf björt, hlý og brosmild. Hún er frábær reiðmaður og reiðkennari og á framtíðina fyrir sér í faginu. Hún er virkilega vel ríðandi og ætlar að sýna okkur öllum hvernig á að gera þetta.
Draumahestur Hreyfill frá Vorsabæ kattliðugur og hæfileikaríkur eins og Janneke.
Ragnheiður Hallgrímsdóttir
Nýkrýndur fjármálastjóri og framkvæmdastjóri. Ragnheiður er ákveðin, dugleg, framkvæmdaglöð og drífandi. Hún elskar geng, beljuskjótt alhliðahross og leysir þau vel. Ragnheiður er metnargjörn og ólseig, og er helvíti vel ríðandi.
Draumahestu Ellert frá Baldurshaga enda ekkert sem virkar almennilega nema skjótt hross með Sæsblóð í æðum.
Þorbjörn Hreinn Matthíasson
Besti járningamaður á Suðurlandi og þó víðar væri leitað. Lúllinn okkar getur allt og á bestu hrossin í Ásahrepp. Hann er alltaf kátur, hress og þekkist á hlátrinum í kílómetra fjarlægð. Lúlli er nýliði í deildinni, þið ættuð samt að hræðast hann.
Draumahestur er Gýmir frá Vindheimum, flugrúmur gæðingur eins og Lúllinn okkar.
Þór Jónsteinsson
Nýrkrýndur konungur Ölfushrepps. Þessi maður hefur sannað sig sem frábær ræktunarmaður á hross og mannfólk, enda einungis eðaltýpur sem koma úr hans húsum. Þór elskar fótaburð og fas, og stefnir á að láta til sín taka á brautinni í vetur.
Draumahestur Glampi frá Vatnsleysu, því að allt er gott ef þau lyfta fótunum vel.