Vetrarmót

Vetrarmót hestamannafélagsins Jökuls eru haldin yfir vetrarmánuðina ár hvert. Hafa þetta verið þrjú mót yfir veturinn og þeir sem keppa safna sér inn stigum. Stigahæsti knapinn í hverjum flokk er verðlaunaður á lokamótinu.

Markmið mótanefndar er að halda einföld og skemmtileg mót. Mótin eiga að höfða til allra og fólk á að geta gert sér glaðan dag saman. Mótin eiga að hvetja alla, þar helst börn og unglinga, til að stíga sín fyrstu skref í keppni og undirbúa sig fyrir framtíðina. 

Dagsetningar fyrir mótin 2024.

24.febrúar

23.mars

20.apríl