Páskatölt Jökuls
Páskatölt hestamannafélagsins Jökuls verður haldið í reiðhöllinni á Flúðum mánudaginn 10. apríl n.k.
Keppt verður í T3 í eftirfarandi flokkum :
Opnum flokk
2 flokk
ungmennaflokk
Keppt verður í T7 í eftirfarandi flokkum:
2 flokk
unglinga
barnaflokk
Unglingar og börn sem vilja frekar keppa í T3 mega skrá sig upp um flokk (ungmennaflokk).
Mótanefnd áskilur sér að fella niður flokka ef næg þátttaka næst ekki.
Mótið hefst kl 15:00 Skráning hefst 1.apríl og lýkur 7.apríl á sportfengur.com
Skráningargjaldið er 4.000 krónur í alla flokka.
Mótið er opið öllum.
Páskakveðjur mótanefnd hestamannafélagsins Jökuls.