Fyrsta árshátíð hestamannafélagsins Jökuls verður haldin í félagsheimilinu í Árnesi, laugardaginn 12. nóvember. Mikið verður um dýrðir og skemmtun í boði sem á fáa sína líka.
•

Hátíðarkvöldverður á boðstólum

•

Félagsmenn verðlaunaðir

• Ritskoðuð og óritskoðuð skemmtun

•

Erlendur Árnason járningarmeistari sér um veislustjórn

•

Hljómsveitin Swiss stígur á stokk að lokinni dagskrá

• Hvað getur mögulega klikkað?